Monday, May 7, 2007
Stóri dagurinn
Þá er komið að því, ég byrja í aðlögun hjá dagmömmunni í dag. Ég undirbjó mig fyrir daginn með því að öskra í alla nótt. Við vitum ekki alveg af hverju, en kannski var ég bara svona ægilega svangur. Ég er alla vega búinn að borða eins og hestur síðustu daga, ég er örugglega að fara að stækka um nokkra sentimetra. Ég var alveg hættur að drekka á nóttunni en mamma gafst upp í nótt og gaf mér pela. Þá hætti ég aðeins að öskra í smástund og svaf eitthvað, en svo byrjaði ég aftur að öskra eldsnemma í morgun. Þá fékk ég að lúra hjá pabba og náði aðeins að sofna þar, og svo fékk ég loksins að súpa hjá mömmu þegar ég vaknaði aftur. Vonandi tekst mér nú samt aftur að sofa alla nóttina þegar ég er búinn að jafna mig á þessum vaxtarkipp.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment