Tuesday, May 15, 2007

Boltastrákur

Ég er farinn að vera allan daginn í daggæslunni og líkar það bara mjög vel. Aðlögunin gekk að mestu vel, ég var dálítið ómögulegur einn daginn þegar ég vildi hvorki sofa né borða, en annars hef ég bara verið kátur og duglegur. Skemmtilegast þykir mér að leika með bolta, ef það er settur bolti fyrir framan mig fer ég alveg á fullt. Svo er ég farinn að bisa við að standa upp í rúminu mínu þegar ég á að fara að sofa, ég ætla sko ekki að verða eftirbátur hennar systur minnar í fjöri og dugnaði!

No comments: