Wednesday, May 23, 2007
Ansans
Alltaf sama sagan, maður má ekki reka nefið út fyrir landsteinana og þá er maður orðinn lasinn! Nú er ég örugglega kominn með gubbupestina hennar Rósu Elísabetar, er með hita og gubbu og vansæld og vesen. Það tekur bara vonandi fljótt af, og eins gott fyrir mömmu að við erum með stórt hótelherbergi. Annars er nú gaman að segja frá því að hún skaust í leigubíl áðan í apótek til að fá meðal handa mér, og fékk kvittun fyrir leigubílnum ef þetta skyldi nú verða eitthvað meira vesen og verða ástæða til að fara með kostnaðinn í tryggingarnar. Nema á kvittuninni er auglýsing fyrir skemmtistað og það lítur eiginlega út eins og kvittunin sé frá skemmtistaðnum. Það stendur sem sagt stórum stöfum, Dance Club, 1001 Nights, Lap Dance! Held við förum ekkert að fara með þessa kvittun til tryggingafélagsins...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment