Tuesday, May 22, 2007

Lentur

Loksins komumst við til Rómar, þetta var ansi langt ferðalag en ég var bara mjög duglegur og góður allan tímann, þó það væri alltaf verið að vekja mig og drusla mér til og frá. Svo eru víst rómverskir flugvallarstarfsmenn í verkfalli í dag, svo við rétt sluppum við það. Ég er auðvitað aðalsjarmörinn á hótelinu, enda eru allir hinir gestirnir bara einhverjir kallar á ráðstefnu, ég er sko miklu sætari en þeir! :-)

Mamma klaufi tók ekki rétta Nokia hleðslutækið með sér, svo síminn hennar er rafmagnslaus. En við erum með net-tengingu svo það er hægt að senda okkur póst ef eitthvað er, og það er líka hægt að hringja í okkur í síma 510-3122 ef við erum við tölvuna.

No comments: