Thursday, May 31, 2007
Löngu batnað
Jájá, ég er löngu orðinn hress og kátur og kominn heim. Ég náði mér sem betur fer að mestu á föstudaginn, þannig að ég gat spókað mig um Róm í kerrunni minni um helgina. Ég leit aðeins við í Vatíkaninu, en nennti nú ekki að heilsa upp á páfann, það voru svo ægilega margir gestir hjá honum. En ég sá Pantheon og Piazza Navona sem eru uppáhaldsstaðir mömmu og pabba, og ég sá líka spænsku tröppurnar og gosbrunna og kirkjur hér og þar, sat á kaffihúsum og drakk mjólk úr pela, sjarmeraði alla sem ég sá og fékk heilan haug af fingurkossum. Við flugum síðan heim á sunnudaginn, það var ömurlegt. Sérstaklega í fluginu frá Róm til Stanstead, mér hundleiddist, var dauðþreyttur og gat ekki sofnað, átti enga mjólk í pelanum mínum, það var hræðilega þröngt og bara tómt vesen. Flugið heim var skárra, og þegar það var ca. hálfnað náði ég loksins að sofna. Þá urðu mamma og pabbi glöð. Svo fór ég bara aftur í daggæsluna mína á þriðjudaginn og er búinn að vera alsæll þar síðan. Mamma hélt að ég þyrfti kannski eitthvað að aðlagast aftur, en það var nú aldeilis ekki. Mér finnst bara frábært að leika við krakkana og borða og sef eins og herforingi. Eru þeir ekki annars mjög duglegir að borða og sofa... :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment