Saturday, February 2, 2008

Og bráðum heyri ég líka

Ég fór til eyrnalæknis í gær, mikið að gera í læknisheimsóknum hjá mér í þessari viku. Og ég er bara með sléttfullt eyru af vökva og stóra nefkirtla sem loka vökvann inni í eyrnagöngunum. Ég er örugglega búinn að vera svona meira og minna síðan í október, svo að ég hef lítið sem ekkert heyrt síðan í haust. Og út af þessu er ég örugglega líka óþolinmóður og pirraður, hárreyti og bít systur mína, væli, sef illa og er almennt frekar ómögulegur. Vonandi lagast þetta allt saman þegar ég verð búinn að fá rör í eyrun og laus við nefkirtlana, sem verður eftir rúma viku.

2 comments:

Svandís said...

Aumingja litli kallinn. Gott að það er nú búið að finna þetta út svo það sé hægt að láta þér líða betur.

Hlökkum til að sjá þig.

Siggadis said...

Æji, sússúsússú! Ekki nægilega gott, elsku snáður - en það er gott að það er hægt að laga upp á þig :-)