Þá er ég kominn út á flugvöll og er á leiðinni til Rómar. Ég var ótrúlega duglegur í löngu löngu innritunarröðinni og sofnaði bara á endanum í kerrunni minni. Við mamma ætlum að hafa það gott í Róm, fara í sund á hótelinu og svona, á meðan pabbi verður á ráðstefnu. Vonandi getur hann líka fengið smá frí og gert eitthvað skemmtilegt með okkur. Og þá er kallað út í vél, best að bruna!
1 comment:
Góða ferð og skemmtu þér vel í Róm :-)
Post a Comment